Ég heiti Kristján U. Kristjánsson, betur þekktur sem Kiddi. Ég er sjálfstætt starfandi kvikari, myndvinnslunörd, vefsmiður og almennt tæknigúrú. Ég hef unnið við gerð sjónvarpsauglýsinga og sjónvarpsþátta frá árinu 1997 þar sem mín helstu hlutverk hafa verið kvikun (hreyfigrafík), samsetning, myndbrellur, litaleiðrétting og DVD framleiðsla. Hef líka unnið við vefsíðugerð, ljósmyndun og lógóhönnun inn á milli.
Hafðu samband!
Senda
Takk!
Ég hef tekið að mér kennslustörf hjá bæði Kvikmyndaskóla Íslands og haldið stutt námskeið hjá IÐAN fræðslusetri.
Starfsferill
2010 til dagsins í dag, sjálfstætt starfandi og mennskt gæludýr hjá Trickshot
2004-2010 Filmus Productions, hreyfigrafík, tæknibrellur & DVD framleiðsla
2000-2004 STORM (Rauði Dregillinn), hreyfigrafík, tæknibrellur og DVD framleiðsla
1999-2000 Tristan (Þekking), vefsíðugerð
1997-1999 Saga Film, hreyfigrafík og tæknibrellur

Mörg verkefni sem ég hef unnið að hafa hlotið verðlaun en hæst ber að nefna:
Eddan 2015: Harry & Heimir myndbrellur, ásamt Bjarka Guðjónssyni og Eyrúnu Eyjólfsdóttur-Steffens.
Ímark 2016: Fagverðlaun fyrir Orkusalan „Stanslaust stuð“ ásamt Pétri Karlssyni & Guðjóni Jónssyni leikstjóra.

Á DVD gullöldinni framleiddi ég á fimmta tug titla sem voru framleiddir og seldir í verslunum um land allt, meðal annars titla eins og Sódóma Reykjavík, 101 Reykjavík, Hafið, Ferðalag Keisaramörgæsanna, Djöflaeyjan, Íslenski Draumurinn.​​​​​​
Má bjóða þér í tímavél?

Hin ýmsu verk unnin hjá Filmus Productions 2004-2010


Gamalt „fyrir & eftir“ myndband sem sýnir hvernig margar myndbrellur eru ósýnilegar en engu að síður mikilvægar. 


Hin ýmsu verk unnin hjá STORM 2000-2004 ásamt Pétri Karlssyni


Hin ýmsu verk unnin hjá Saga Film 1997-1999